Pantað frá Shein í fyrsta skiptið

Mér finnst alltaf gaman að kaupa mér föt og ég elska þegar ég dett inn á netverslun sem er með úrval af allskonar fötum. Þrátt fyrir að elska að kaupa föt þá geri ég það mjög sjaldan. Ég hafði oft heyrt af netverslun sem heitir Shein og ákvað ég að prófa að panta smá fyrir mig, Hugrúnu og Hödda og sjá hvernig okkur litist á þetta.

Ég ákvað að panta bara lítið og valdi frekar basic flíkur svona til að byrja með þar sem ég vissi ekkert hvernig gæðin á vörunum væru eða hvernig stærðirnar voru. Ég var dugleg að skoða reviews frá viðskiptavinum og skoðaði myndir sem þau settu inn.

Fyrir mig

Ég pantaði mér 3 kjóla, buxur og tvo boli og það passaði allt mjög vel

1. SHEIN Rib-knit Solid Tank Top: Tók þennan í XS og hann passar mjög vel. Er mjög þunnur þannig það sést í gegnum hann en nóg að vera í topp eða brjóstarhaldara innan undir (linkur hér).

2. SHEIN Rib-knit Crop Cami Top: Tók þennan í XS og hann smellpassaði, get ekkert sett út á hann (linkur hér)

3&4. Solid Rib-Knit Bodycon Dress: Tók þennan í Small og ákvað að kaupa tvo liti af honum. Hann passaði mjög vel, er vel teygjanlegur og virkilega þægilegur (linkur hér)!

5. Ditsy Floral Ruffle Hem Dress: Keypti þennan í small og hann er alveg virkilega sætur (linkur hér)

6. Apperloth A High Waist Thermal Lined PU Leather Skinny Cropped Pants: Fékk mér þessar í small. Þær passa mjög vel, eru háar í mittið, teygjast vel og eru þægilegar (linkur hér)

Ég setti smá myndband inn á Instagram hjá mér þar sem ég mátaði flíkurnar sem ég pantaði mér, þið getið séð það hér <3 

Fyrir Hugrúnu

Ég pantaði þrjú sett fyrir Hugrúnu og svo náttföt. Pantaði öll fötin á hana í stærð 80 og fékk smá sjokk þegar ég sá þau því mér fannst þau svo stór! Þau pössuðu svo þegar ég mátaði þau á Hugrúnu

1. Toddler Girls Ruffle Trim Romper & Ditsy Floral Pants & Headbands: Virkilega sætt bleikt sett. Fékk allt sem er á myndinni saman (linkur hér)

2. Toddler Girls Ruffle Babydoll Top With Floral Pants: Finnst þetta sett mjög sætt, mjúkt og þægilegt (linkur hér)

3. Toddler Girls Rib-knit Ruffle Hem Tee With Leggings: Þetta er mjög fínt, er vel teygjanlegt og þægilegt fyrir hana (linkur hér)

4. Toddler Girls Cartoon And Heart Print PJ Set: Þau eru mjög þægileg og held þau smellpassi á hana líka (linkur hér)

Fyrir Hödda

Höddi vildi panta sér nokkra boli til að prófa. Hann pantaði þá alla í medium og þeir voru aðeins í stærri kantinum miðað við hefðbundnar stærðir.

1. SHEIN Men Tropical Print Tee: Sumarlegur, sætur bolur og mjúkt efni í honum (linkur hér)

2. SHEIN Men Tropical Print Raglan Sleeve Top: Sama með þennan bol (linkur hér)

3. SHEIN Men Color-block Pocket Patch Tank Top: Sætur tank top sem passaði mjög vel á hann (linkur hér)

4. Men Tropical And Letter Graphic Tank Top: Svartur tank top sem passaði líka vel (linkur hér)
Ég get klárlega hugsað mér að panta aftur af þessari síðu þar sem þetta var mjög ódýrt og tók aðeins nokkra daga að fá sent til Íslands. Þetta kostaði allt saman 175$ og ég borgaði engan sendingarkostnað eða annan kostnað.

 

Þér gæti einnig líkað við