Óskalisti tveggja ára

Höður okkar er að verða tveggja ára á miðvikudaginn svo ég ákvað að setja saman óskalista fyrir hann. Hvernig eru bara komin tvö ár síðan hann kom til okkar tíminn er svo fljótur að líða. 

  1. Ljóna bangsi – finnst þessi alltof sætur langar í miðstærðina eða stóran. Linkur hér
  2. Ljósakubbar fyrir baðið – sá þessa á instagram og fannst þeir virka svo skemmtilegir en kubbarnir lýsa þegar þeir fara ofan í vatn. Finnst allir litirnir skemmtilegir en cookie monster er of krúttlegur, linkur hér
  3. Heði vantar nýjan brúsa – þessi fékk góð meðmæli frá svilkonu minni og besta er að þeir leka ekki! Linkur hér
  4. Jafnvægiskubbar – Þetta finnst mér mjög spennandi fyrir minn virka gaur. Linkur hér
  5. Leikfangakaffivél – Höður elskar að búa til kaffi hvert sem við förum og sérstaklega með pabba sínum finnst hann þurfa þessa í stíl við brauðristina sína. Linkur hér
  6. Þetta vesti er það sætasta! Myndi örugglega taka 104 í því svo sætt! Linkur hér.  
  7. Þetta sett er æði myndi líka taka það í 104. Peysa linkur hér. Buxur linkur hér 
  8. Mig er búin að langa í fallegt íslenskt stafróf og hefur verið að leita af sem myndi passa vel inn i herbergið hans Haðars, rakst á þetta um daginn svo fallegt. Linkur hér.

Takk fyrir að lesa – Þangað til næst 🤍

Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.
Instagram Tiktok Youtube

Þér gæti einnig líkað við