Nú er ég í fæðingarorlofi sem þýðir að ég er miklu meira heima núna, svo ég setti saman smá óskalista með fallegum og þægilegum ,,heima-fötum“.
Inniró beige – Inniró grábrúnt
Ég hef gefið svona sett í gjafir og ekki enn keypt svona fyrir mig sjálfa. Virkar rosalega þægilegt og er á óskalistanum.
Inniró fyrir minnstu krílin.
Hægt að fá sett á alla fjölskylduna og heilgalla fyrir þau minnstu, alveg niður í stærð 60.
Sassy Leggings extra háar – Jórunn Leggings
Á báðar þessar leggings og eru háu leggings buxurnar frá Sassy hinar fullkomnu leggings til að nota eftir meðgöngu. Veita góðan stuðning við maga og bak ásamt því að móta línurnar. Ágætt að breyta til og fara stundum úr jogging gallanum og yfir í leggings og kjól eða síða peysu.
Hversdags, fínar undir kjól eða sem ræktarbuxur.
Instagram -> ingajons