Óskalisti – Heimilið

1. Stóll drauma minna sem kostar allt, alltof mikið en það má láta sig dreyma. Eggið eftir Fritz Hansen. Fæst í Epal.
2. Blómapottur á gólfi frá vörumerkinu Bolia sem fæst í Snúrunni.
3. Tom Dixon loftljós, fæst í Lumex.
4. Borðstofustólar úr Línunni, liturinn er líka guðdómlegur og smellpassar heima. Ég þarf að reyndar að sannfæra manninn minn varðandi litinn á stólnum.
5. Ég sem hélt að New Wave ljósið úr Snúrunni gæti ekki orðið fallegra, þá kom til sölu aukahlutur fyrir veggljósið sem heitir ,,eyeball“ og fæst auðvitað í Snúrunni <-Getið líka séð þar myndir af ljósinu sjálfu.
6. Nýlega byrjaði ég að safna Royal Copenhagen stellinu og er orðin óð í að bæta við safnið. Ég var lengi að hoppa á vagninn enda er þetta ekki ódýrt stell en þetta er svo fallegt, fæ ekki nóg af því. Fæst meðal annars í Kúnígúnd og Líf & List.
7. Maðurinn minn fékk að velja einn hlut á heimilið, og það er stofuborðið okkar. Og að sjálfsögðu bíð ég eftir að geta skipt því út fyrir þetta borð í Línunni sem ég reyndi að fá í gegn í byrjun.

Þér gæti einnig líkað við