Óskalisti fyrir veturinn

Þessi færsla er ekki kostuð

Nú þegar veturinn er að nálgast er ég farin að huga að því hvort mig vanti eitthvað af nýjum vetrarfatnaði eða hvort ég geti notað áfram það sem ég á. Ég á allavega góða síða úlpu sem ég keypti í Lindex í fyrra, svo ég þarf ekki að endurnýja hana. Hins vegar vitum við öll að vanta er ekki það sama og að langa! Ég tók saman nokkrar vörur sem ég væri mjög mikið til í að eignast þennan veturinn, svo sjáum bara til hvort ég muni láta verða að því að kaupa eitthvað af þessu.

Dr. Martens skór hafa verið á óskalistanum mínum lengi. Ég skoðaði á ASOS og það kom mér mjög mikið á óvart hvað þeir eru dýrir þar. Þar eru þeir að kosta um 205,99 pund (sirka 32.000 kr) og svo á maður eftir að borga virðisaukaskatt og flutningsgjöld af því. En svo fann ég þá hér heima í GALLERÍ SAUTJÁN frá 24.995 uppí 31.995 kr. Hins vegar er ég að fara til Prag eftir tvær vikur og er búin að finna verslun þar sem selur Dr. Martens skó frá 17.000 kr, svo ég ætla að kíkja þangað þegar ég er úti og get vonandi loksins eignast þessa skó.

Ég elska svona mjúkar flíkur yfir veturinn, það er bara eitthvað svo kósý.

Svarta síða loðkápan fæst í Lindex og kostar 12.999 kr.

Stuttu hvíti loðjakkinn fæst í Vero Moda og kostar 7.590 kr.

Kósý peysan fæst í Lindex og kostar 4.999 kr.

Teddy Jakki fæst í Vero Moda og kostar 10.990 kr.

Það er hægt að fá allt fyrir veturinn í 66 gráður norður og er svo ótrúlega mikið flott til þar. Það sem er efst á mínum óskalista þaðan eru þessar tvær flíkur:

Dynja, míkróflísbuxur sem kosta 14.000 kr

Tindur, flíspeysa sem kostar 27.000 kr

Trefillinn fæst í Lindex og kostar 4.599 kr.

Vettlingarnir heita Kaldi og fást í 66 gráður Norður og kosta 7.500 kr.

Þér gæti einnig líkað við