Við erum búin að vera af og til í smá framkvæmdum heima síðan við fluttum og setti ég saman óskalista fyrir heimilið í fyrra sem þið getið séð HÉR. Núna þegar við erum búin að skipta um gólfefni þá finnst mér við vera í glænýrri íbúð og var þvi tími kominn á nýjann óskalista fyrir heimilið.
1. New Wave Optic loftljós fyrir ofan eldhúsborðið. Á einnig New Wave veggljósið í sama stíl og er ótrúlega hrifin af því. Ljósið fæst í Snúrunni
2. Er búin að hafa augun opin fyrir nýju eldhúsborði og heillast verulega af hringborðum. Væri helst til í að það væri stækkanlegt svo fleiri en fjórir geta setið saman við borðið, það er eitthvað svo heillandi þegar það eru haldin matarborð og spilakvöld, að allir sitja á móti hvort öðru. Finnst þetta hringborð fallegt og það er stækkanlegt. Fæst í Línunni
3. Náttborðslampi. Ótrúlega fallegur, lítill og nettur. Fæst í Dimm
4. Langar svo að skipta um sófaborð og fá mér hringborð. En ég er voða hrifin af þessu borði, ljós viður og voða hlýlegt. Fæst í Ilvu
5. Ljós drauma minna sem kostar alltof, alltof mikið. Myndi setja það inn í stofu. Vertigo ljósið, fæst í Haf Store
6 Er einnig frekar hrifin af þessu sófaborði líka, ég er óviss hvort ég myndi vilja svart eða viðarborð, en klárlega hringborð. Þetta sófaborð fæst í Línunni
7. Held að þessir stólar munu smellpassa heima og hafði ég þá líka á fyrri óskalistanum mínum fyrir heimilið sem þið getið séð HÉR. Þessir eldhússtólar fást í Línunni
8. Rakst á þetta borð þegar ég var langt komin með þennan lista, finnst þetta virkilega fallegt. Fæst í Signature
9. Cooee vasi. Maður á aldrei of mikið af blómavösum, þessi er voða einfaldur og fallegur. Fæst í Epal
10. Hár Cooee vasi, væri ótrúlega fallegur undir pampas strá. Fæst í Epal
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi
Inga ♡