Óskalisti: Á meðgöngu

Ég ákvað að setja saman smá óskalista af þeim vörum sem mig langar í núna á meðgöngunni. Það er margt sem ég á ennþá síðan ég var ólétt síðast og margt sem mig langar líka í á þessari meðgöngu. Líkaminn er allur að breytast og ég er löngu hætt að passa í flest öll fötin mín en mig langar auðvitað að eiga föt til skiptanna næstu mánuði. Svo má líka bara láta sig dreyma um fullan fataskáp af fötum sem passa. 

Jafnvel læðast einhverjir hlutir með sem eru ekki föt á þennan lista

Háar og góðar meðgöngubuxur.

Ég á tvennar buxur frá Emory sem ég elska og hef notað síðan ég var ólétt af Tristani. Notaði þær líka þegar ég var ekki ólétt því þær héldu sér svo ótrúlega vel og veittu góðan stuðning. Mér sýnist þær vera hættar í sölu núna en mig langar soldið í nýjar buxur og rakst á þessar frá Brandson.

Meðgöngusundbolur

Þessi hefur verið á óskalistanum nánast síðan að ég varð ólétt. Lét loksins verða að því að kaupa mér hann og bíð spennt eftir að fá hann í pósti. Ákvað samt að leyfa honum að fylgja með á þessum lista því mig hefur langað svo lengi í hann

Saumlaus meðgöngu og brjóstagjafahaldari

Blúnduhlýrabolur 

Hettupeysa

Hettupeysa sem hentar bæði á meðgöngu og í brjóstagjöf. Mig langaði í svona peysu þegar ég var ólétt af Tristani og eftir að ég átti en gerði ekkert í því. Núna langar mig aftur í hana og aldrei að vita nema ég láti verða að því í þetta skiptið

Plain hlýrabolur

Náttföt

Heitur/kaldur bakstur

Hef heyrt góða hluti um þetta kæli/hita bindi og hef trú á að það sé mjög gott að eiga það eftir fæðinguna

 

Þetta er svona það helsta sem mig langar í núna en auðvitað eru fleiri flíkur sem mig langar í þegar ég sé þær í búðum.
Vonandi nýtist þessi listi einhverjum sem eiga von á barni

Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.

Þér gæti einnig líkað við