Eins og ég hef nefnt áður þá er ég með bæði endómetríósu og PCOS og er alltaf að eiga við magaverki, magakrampa og að maginn minn blási allt í einu rosalega út.
Ég er svolítið mikið fyrir að Googla og hef þar rekist á mörg góð ráð sem ég hef síðan prófað sjálf! Þau ráð sem ég rakst oftast á sem eiga að hjálpa til við þessi vandamál sem ég er að díla við voru þau að drekka sítrónusafa, eplaedik og rauðrófusafa.
Þar sem sítrónur, eplaedik og rauðrófur hafa svo marga kosti þá ákvað ég fá mér ofurdrykk með þessum innihaldsefnum.
Drykkinn blanda ég svona:
- Safi úr hálfri sítrónu
- Ein msk eplaedik
- Fyllt upp í glasið með rauðrófusafa
Þennan drykk drekk ég síðan með röri á fastandi maga áður en ég skelli mér á morgunæfingu og mér finnst ég finna mun á mér eftir að ég byrjaði að gera þetta!
En af hverju að drekka sítrónusafa? (punktar fengnir hér og hér)
- Hann styrkir ónæmiskerfið þar sem hann er ríkur af C vítamínum
- Virkar vel á bólgur í líkamanum
- Hjálpar meltingunni
- Frískar upp á andardráttinn ef þú drekkur safann eftir máltíðir og um leið og þú vaknar
- Gott fyrir húðina
- Getur reynst vel við þyngdarstjórnun þar sem sítrónur eru trefjaríkar og geta látið mann vera saddan í lengri tíma
- Er talinn geta dregið úr bakflæði
- Er talinn geta komið í veg fyrir nýrnasteina
En hvað getur eplaedik gert fyrir okkur? (punktar fengnir hér og hér)
- Gott fyrir meltinguna þar sem það jafnar út magasýrurnar
- Getur hjálpað konum sem eru með PCOS þar sem edikið getur komið á jafnvægi á hormóna
- Hreinsandi fyrir líkama
- Hefur sýkla- og bólgueyðandi áhrif
- Gott fyrir húðina
- Lækkar blóðsykurinn og er gott fyrir sykursjúka
- Er talið geta hjálpað til við að losna við fitu og léttast
- Lækkar kólesteról og bætir heilsu hjartans
En hverjir eru kostir rauðrófusafa? (punktar fengnir hér)
- Gefur aukna orku og úthald á æfingum
- Getur haft jákvæð áhrif á blóðþrýsting
- Gott fyrir húðina
- Dregur úr bólgum
- Bætir meltinguna og hefur hreinsandi áhrif á blóðið og ristilinn
- Er talinn hjálpa okkur að viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd
- Fullt af góðum vítamínum og steifefnum (C vítamín, kalk, járn, magnesíum, sink og fleira)
Eins og sést á þessum punktum hér að ofan þá eru mjög margir kostir við að drekka sítrónusafa, eplaedik og rauðrófusafa en það er enginn að segja að maður þurfi að drekka þetta allt.
Ég vil þó taka fram að þessi drykkur er ekki sá bragðbesti og ég mæli með að drekka hann með röri til að skemma ekki tennurnar.