Ódýr sandkassi

Þegar við seldum íbúðina okkar þá skildum við sandkassann eftir. Ég sá mikið eftir honum og ekki síst Klara enda mikið í uppáhaldi. Við erum ekki með garð í nýju íbúðinni en erum með rúmgóðar svalir.

Ég vildi beint ekki hafa risastórann sandkassa þar en ég keypti stórt box í Ikea og kemur þetta vel út. Það er hægt að kaupa stór box með lokum bæði í Ikea og í Rúmfó sem hægt er að nota sem sandkassa.

Boxið kostaði kringum 2000 og sandurinn á klinki uppí Bauhaus. Mæli með að taka með bala eða fötur ef þið ætlið að versla ykkur sand hjá þeim 😊

Mæli með ef ykkur vantar sandkassa 🙂

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi

 

Þér gæti einnig líkað við