Ódýr og flott ljósakróna sem fullkomnar barnaherbergið

Eftir að Klara Dís fékk sitt eigið herbergi þá fór ég að pæla mikið í ljósum og vildi finna eitthvað sætt sem passaði vel við þar inni.

Ég var búin að skoða frekar lengi hérna á Íslandi. Búin að þræða allar búðir og fann ekkert sem heillaði mig. Á endanum kíkti ég í tölvuna og byrjaði að leita þar. Ég byrjaði á Google og fann mörg falleg ljós en á endanum datt ég inná Amazon og fann drauma ljósið.

Ég er ótrúlega ánægð með hana og fullkomnaði hún herbergið. Klara Dís er líka í skýjunum með hana og vill mikið fikta í henni. Hún ætlaði ekki að hætta elta mig þegar ég var að setja hana upp. Ljósakrónan kostaði um þúsund krónur sem mér finnst alls ekki mikið miðað við hvað hún er falleg.

Mig langaði að deila þessu með ykkur því ég hef fengið mikið af fyrirspurnum um hana og ætla láta link fylgja með hér fyrir neðan 🙂

Linkur á ljósakrónu HÉR

Eins og staðan er í dag þá er hún uppseld og ekki víst hvenær hún kemur aftur. Ég mun fylgjast með því og láta ykkur vita á snappinu. Ég er alla þriðjudaga á lady_is snappinu.

Ætla ekki að hafa þetta lengra.

Ykkar Sunna 🙂

Þér gæti einnig líkað við