Nýtt prjón á Júlíu Huldu

Stelpurnar mínar eru svo heppnar en þær eiga hvorki meira né minna en þrjár ömmur. Þessa peysu og húfu fékk hún Júlía Hulda frá ömmu sinni Öldu í Hveragerði. Við elskum allt prjónað og er þetta ótrúlega fallegt á litlu stelpunni minni.

Uppskriftin heitir Þyrnir og er úr blaðinu Prjóna Jóna. Hún notaði garnið Tusindfryds Engleuld.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við