Nýtt og gott á Netflix

  • Dawson´s creek

Allar sex þáttaraðirnar af Dawsons creek lentu á Netflix um áramótin. Þættirnir eru frá árunum 1998-2003 og eru svokallaðir amerískir unglinga drama þættir. Með aðalhlutverkin fara James Van Der beek, Katie Holmes, Joshua Jackson og Michelle Williams. Ég man svo vel eftir því að hafa horft á þá í sjónvarpinu á sínum tíma og var yfir mig skotin í Joshua Jackson. Sennilega eins og flestar unglingsstelpur á þeim tíma, enda var hann aðal hjartaknúsarinn í þáttunum. Mér fannst ótrúlega gaman að horfa á þættina aftur og margt af söguþræðinum og karakterum var ég búin að steingleyma, svo þetta var oft eins og að horfa í fyrsta skiptið. Ég var pínu fúl yfir því að intro laginu í þáttunum var breytt fyrir Netflix, en upprunalega stefið kemur svo í lokaþáttunum svo það er allavega eitthvað.  

Einkunn á imdb: 6,6

  • Brooklyn nine-nine

Brooklyn nine nine eru ekki nýir á Netflix, en nýlega var bætt við þáttaröð sex. Vonandi kemur sjöunda þáttaröðin svo inn fljótlega. Áttunda og síðasta þáttaröðin verður síðan gefin út núna árið 2021, spurning hvað við þurfum að bíða lengi eftir að hún birtist á Netflix. Brooklyn nine nine eru grín lögguþættir með virkilega vönduðum og góðum karakterum sem allir geta tengt við. Aðalpersónan Jake Peralta er leikin af Andy Samberg og hefur hann hlotið fullt af tilnefningum og verðlaunum fyrir hlutverk sitt, meðal annars Golden Globe. 

Einkunn á imdb: 8,4 

  • The office

Eins og flestir vita voru Friends teknir út af Netflix á Íslandi um áramótin, en í sárabætur fengum við The office. Ég hafði aldrei horft á þættina áður, en hafði auðvitað heyrt um þá. Ég er ekki búin að horfa á alla þættina ennþá, enda níu þáttaraðir svo maður klárar það ekki svo auðveldlega. En við mæðgur horfum á þetta á kvöldin þegar við erum báðar heima og viljum horfa á eitthvað létt og skemmtilegt. Ég var ekki alveg sannfærð um ágæti þáttanna við fyrstu áhorf. Þoldi ekki Michael og skildi ekki af hverju Jim og Pam gátu bara ekki verið saman! En svo vinna þeir á, heldur betur. 

Einkunn á imdb: 8,9

  • Firefly lane

Þessir þættir birtust á Netflix fyrir stuttu og vöktu strax áhuga minn, enda með aðalleikkonur í fararbroddi sem ég kannaðist vel við úr öðrum þáttum. Katherine Heigl úr Greys anatomy og Sara Chalke úr Srubs. Ég er ekki búin að klára þættina ennþá, er komin á þátt átta af tíu. En mér finnst þeir virkilega góðir. Skemmtilegir karakterar og spennandi söguþráður sem heldur manni við efnið. Er mjög spennt að klára og er nokkuð viss um að þeir muni enda á einhverjum svakalegum cliffhanger og svo komi fleiri þáttaraðir. 

Einkunn á imdb: 7,7

  • Superstore

Ég er ekki alveg viss hvenær Superstore komu á Netflix, en það er pottþétt ekki langt síðan. Ég var búin að horfa á þá í Sjónvarpi Símans, en var mjög glöð að sjá þá poppa uppá Netflix líka. Þetta eru svo skemmtilegir og fyndnir þættir, með meðal annars America Ferrera, Ben Feldman og Lauren Ash í aðalhlutverkum. Þættirnir fjalla um starfsfólk í matvöruverslun í Bandaríkjunum og eru margir stórskrítnir og fyndnir karakterar sem koma við sögu. Það eru komnar fimm þáttaraðir á Netflix, en sú sjötta er enn í sýningu að utan svo hún kemur vonandi inn fljótlega líka. 

Einkunn á imdb: 7,8 

  • Virgin river

Þáttaröð tvö af Virgin river mætti á Netflix fyrir ekki svo löngu og gaf þáttaröð eitt lítið eftir, að mínu mati. Þættirnir fjalla um lækni sem flytur í lítinn smábæ til þess að flýja líf sitt í borginni. Hún fær ekki góðar mótttökur frá lækninum sem á læknastofuna í bænum, en sem betur fer er hjartaknúsari á staðnum sem tekur vel á móti henni. Ef þér finnst þessi söguþráður kunnulegur, þá er ég ekki hissa, því þetta er nánast sami söguþráður og í þáttunum Hart of Dixie. Þannig að ef þér fannst þeir góðir, þá mun þér að öllum líkindum finnast Virgin river góðir líka. Aðal munurinn er kannski aldurinn á aðalpersónunum. 

Einkunn á imdb: 7,5

Takk fyrir að lesa

 

Þér gæti einnig líkað við