Nýjungar frá NYX – tvö makeup

Færslan er ekki kostuð.

Ég fékk svo flotta sendingu um daginn með nýjungum frá NYX Cosmetics. Ég hef alltaf átt einhverjar vörur frá þeim í gegnum tíðina og á ég alltaf butter gloss í litnum Créme Brulee í veskinu mínu. Mér leist svo vel á allar vörurnar að ég varð að prófa þær strax og skellti því í tvö makeup look.

Oftast þegar ég læt á mig augnskugga þá er ég ekki mikið að flækja málin. Þegar ég sá pigmentið og augnblýantinn þá datt mig í hug að gera gyllt look. Ég notaði gyllta blýantinn(sjá mynd fyrir neðan) á allt augnlokið sem grunn, hann er mjög mjúkur og er falleg metallic áferð á honum. Svo notaði ég gylltu augnskuggana í pallettunni og blandaði við en ég notaði dökk gyllta bara í ytri augnkrók. Að lokum setti ég pigmentið á mitt augnlokið og fram í innri augnkrók. Ekki flókið, passa bara að blanda vel.

Ég hef aldrei átt augnskugga frá NYX og var ég því mjög spennt þegar ég sá nýju pallettuna. Litirnir eru svo hlýjir og fallegir. Augnskuggarnir eru mjög pigmentaðir og þægilegt að vinna með þá.

 

Þér gæti einnig líkað við