Elín tengdó prjónaði þessa dásamlegu peysu og húfu á yngri stelpuna mína um daginn. Uppskriftin er upp úr bókinni Una eftir Sölku Sól og Sjöfn. Ég var að krútta yfir mig þegar ég tók nokkrar myndir af henni í settinu, hún er alltaf brosandi þessi elska og er ekki að hata að láta taka myndir af sér, heldur brosir bara ennþá meira.
Litla brosmilda dúlla!
Þessi peysa er í stærð 6-12 mánaða og er smá rúm en mér finnst allt í lagi að bretta bara aðeins upp á ermarnar. Við erum strax byrjaðar að nota hana heilmikið ♡
xo
Instagram–> gudrunbirnagisla