Ný dagbók

Ég pantaði mér dagbók í lok síðustu viku og fékk hana afhenta á mánudaginn. Ég hef prófað margar gerðir af dagbókum og hef komist að því að fyrir mig virkar best að hafa þær sem einfaldastar. Ég endist aldrei í að fylla út æfingaprógram á hverjum degi, matseðla eða markmið alla daga, allar vikur og alla mánuði. Ég sá ALE SIF auglýsa um daginn dagbók sem hún bjó til með Prentsmið og leist mér mjög vel á hana. Ég tók svo eftir því þegar ég fór að skoða dagbókina að hún fæst bæði með dagsetningum og ÁN DAGSETNINGA. Þar sem mig langaði til að byrja að nota dagbókina strax þá ákvað ég að kaupa bókina án dagsetninga. Þá get ég líka átt hana lengur þar sem maður á það til að taka sér pásur frá dagbókarskrifum inná milli og þá er gott að engar blaðsíður fari til spillis og maður byrjar bara aftur þar sem maður hætti þegar maður ætlar að fara að nota dagbókina aftur.

Dagbókin er ótrúlega stílhrein og einföld í uppsetningu. Hún fæst bæði bleik og svört, og valdi ég mér að sjálfsögðu svarta. Ég keypti mér svo nokkra aukahluti með bókinni til að gera dagbókarskrifin aðeins skemmtilegri. Ég verslaði mér minnislista, plastvasa, stensla og penna. HÉR er hægt að sjá alla aukahlutina sem hægt er að kaupa með bókinni.

Ég er allavega mjög ánægð með nýju dagbókina og hlakka til að nota hana.

Takk fyrir að lesa

Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi, ég keypti dagbókina sjálf
Myndirnar fékk ég lánaðar á vefsíðu Prentsmiðs

Þér gæti einnig líkað við