Nude neglur – mínir uppáhalds litir

Eins og ég hef nefnt áður þá er ég alltaf með acryl á nöglunum. Ég elska samt að skipta um liti og naglalakka mig. Ég hef sýnt áður hér nokkur af mínum uppáhalds naglalökkum en núna langar mig að sýna ykkur uppáhalds nude litina mína.
Þeir koma í sömu röð og á myndinni hér að ofan:

Hér er liturinn Spin the Bottle frá Essie – ótrúlega fallegur.

Þessi litur heitir Lady Like og er frá Essie – hef átt nokkur glös af honum. Fallegur nude litur með smá plómu tón.

Þessi litur heitir Sand Tropez – mjög vinsæll litur frá Essie, enda mjög plain og flottur.

Þessi litur er frá OPI og heitir I’ll Have a Gin & Tectonic. Læt þennan á mig þegar ég vil vera með smá lit en ekki of áberandi.

Ég fer alltaf í neglur til hennar Sigrúnar á Fagrir Fingur en ég er búin að vera hjá henni í nokkur ár. Mæli 200% með henni – getið séð neglurnar hennar hér.

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við