Það eru sennilega fleiri en ég sem tengja við það að upplifa soldið stress endrum og eins. Samfélagið sem við lifum í dag getur verið ótrúlega stressvaldandi. Það er oft mikil pressa á að vera duglegur í vinnu, aktívur í hreyfingu, fyrirmyndar foreldri, sinna fjölskyldu og vinum, áhugamálum og að halda heimilinu tipp topp. Stundum getur þetta bara orðið allt of mikið og þá finnst mér gott að taka nokkur skref til baka og hugsa vel um sjálfa mig og taka frá tíma bara fyrir mig. Það gerir svo ótrúlega mikið fyrir mann og maður kemur til baka endurnærður, tilbúinn að takast á við daglegu verkefnin.
Það sem hefur virkað hvað best fyrir mig til að minnka stress og minnka áhyggjur af hlutum sem ég ræð ekki við, er til dæmis:
- Æfingar. Mér líður alltaf best þegar ég æfi reglulega. Alveg sama hvað það er mikið að gera hjá manni, maður getur alltaf skotist á æfingu eða tekið hana heima hjá sér. Æfing getur alveg verið bara 20 mínútur, það þarf ekki alltaf að vera klukkutími. Eftir æfingu er ég alltaf mikið orkumeiri og kem miklu fleiri hlutum í verk.
- Verkefnalistar. Það hjálpar mér ótrúlega mikið þegar mér finnst ég vera að drukkna í verkefnum að gera to-do lista og raða eftir mikilvægi. Þá get ég hakað við það sem ég er búin að gera og næ að halda utan um öll verkefnin mikið betur og get þá passað að ég sé ekki að eyða of miklum tíma og orku í verkefni sem skipta kannski minna máli.
- Sofa meira. Svefn er svo mikilvægur en maður á það einhvern veginn svo oft til að gleyma því. Lítill svefn veldur því að maður er þreyttari allan daginn og þar af leiðandi afkastaminni.
- Minnka koffín neyslu. Koffín neysla getur orðið svo mikill vítahringur. Maður er þreyttur og fær sér orkudrykk/kaffi. Áður en maður veit af er maður kominn langt umfram eðlilega koffín inntöku sem veldur því svo að maður sefur mikið minna, sem veldur því svo að maður er alltaf þreyttur, og þá þarf maður meira koffín. Eina sem maður getur gert til að laga þetta, er að minnka koffín neyslu. Já maður verður ógeðslega þreyttur fyrst og getur jafnvel fengið hausverk, en það skilar sér á endanum.
- Unfollow. Það getur verið ótrúlega streituvaldandi að fylgja aðilum á samfélagsmiðlum sem láta manni líða illa, eins og maður sé ekki að gera nóg eða eitthvað álíka. Það er um að gera að unfollowa alla sem láta manni líða illa á einhvern hátt. Okkur ber ekki skylda að followa neinn. Ekki vera að followa einhverja bara til að svala einhverri forvitni, eða til að dæma, eða tala/hugsa illa um. Það gerir sjálfum manni bara verst.
- Minnka samfélagsmiðla. Ég skrifaði færslu HÉR um hvernig maður getur minnkað símatímann sinn. Síminn getur verið svo mikill tímaþjófur og stressvaldur, svo það borgar sig alveg klárlega að skoða það.
- Göngutúr. Það er fátt betra en að setja gott hlaðvarp í eyrun og skella sér í göngutúr. Það er bæði slakandi og endurnærandi. Súrefnið gerir manni svo gott.
Vonandi getur eitthvað af þessum atriðum hjálpað ykkur að minnka aðeins stressið í nútímasamfélagi.
Takk fyrir að lesa