Það var farið að vanta svolítið af fötum á Ágústu Erlu og þá aðallega nærföt, náttföt og sokkabuxur. Hún er búin að stækka svo mikið undanfarið og margt orðið of lítið á hana. Einnig vantaði næstu stærð fyrir ofan á Júlíu Huldu. Ég keypti eitthvað í fyrra þegar ég fór til Dublin en ég vildi ekki kaupa of mikið því ég vissi ekki hvort það kæmi stelpa eða strákur hjá okkur. Keypti aðallega í stærð 56 og smá í 62. Ég keypti því aðeins í næstu stærð fyrir ofan eða 62-68 (3-6 mánaða).
Ég pantaði af Next Direct. Þar á forsíðunni velur maður Ísland. Ég pantaði á föstudegi og þetta var keyrt heim að dyrum á miðvikudeginum, fimm dögum seinna.
Á Júlíu Huldu.
Á Ágústu Erlu. Vantar reyndar á myndina sokkabuxurnar en ég keypti sex stykki í beige lituðu, föl bleiku og ljós gráu.
Er mjög ánægð með allt sem ég keypti. Ágústa Erla elskar náttfötin, þau eru svo mjúk og góð. Ég veit ekki hvort maður „græði“ mikið á þessu miðað við Next á Íslandi en fötin eru ódýrari á netinu og mikið meira vöruúrval. En svo borgar maður auðvitað toll þegar þetta kemur. Á tímum Covid og að vera með nýfætt barn þá er þetta mjög þægilegt, að versla allt sem þarf heima hjá sér. Inni á síðunni er líka hægt að versla önnur merki eins og Nike og Adidas á mjög góðu verði. Ég mun pottþétt panta aftur frá þeim.
xo
Guðrún Birna