Next direct pöntun

Hingað til hef ég ekki verið mikið í því að versla föt á netinu. Ég er aldrei alveg viss hvaða stærð ég þarf að taka og finnst vera eitthvað svo mikið mál að skila eða skipta ef það passar ekki. En að kaupa barnaföt á netinu finnst mér vera allt annað, ég gæti alveg misst mig í því!

Um daginn prufaði ég að panta föt á Tristan á Next direct . Upphaflega ætlaði ég að panta bara nokkrar flíkur og sjá hvernig þær væru, gæðin og svona, en endaði á að panta heilan helling. Verðið kom mér virkilega á óvart og miðað við magnið sem ég pantaði fannst mér heildarkostnaðurinn alls ekki mikill. Ég á pottþétt eftir að panta meira af þessari síðu, bæði á Tristan en svo langar mig líka til að prufa að panta föt á mig þaðan.

Ég nota mjög mikið af hvítum samfellum á Tristan og fannst geggjað að geta keypt margar saman í pakka. Langerma samfellurnar komu 5 saman í pakka en svo ákvað ég að prufa að kaupa ermalausar samfellur sem ég hugsa mér að nota innan undir stuttermaboli og þess háttar. Hér eru linkar á langerma samfellurnar og ermalausu samfellurnar.

 

Mér finnst möst að eiga nóg af náttgöllum. Nota þá líka stundum sem kósý heimagalla. Ég er yfirleitt hrifnari af göllum sem eru renndir en þessir komu skemmtilega á óvart. Linkur á Daddy og Mummy náttgallanan.

 

Þessar jogging buxur komu saman í pakka. Hér er linkur.

 

Þessir krúttlegu stuttermabolir fengu að fylgja með. Hér er linkur.

 

Þetta eru klárlega uppáhalds flíkurnar mínar úr þessari pöntun! Mér finnst þetta svo sætt! Veit ekki hvað það er en mér finnst allt sem er með risaeðlum vera svo krúttlegt fyrir Tristan. Langermabolurinn og leggings buxurnar komu saman í pakka og er linkur á það hérLinkur á peysuna er hér.

 

Okkur vantaði einhvern jakka eða úlpu fyrir Tristan svo ég ákvað að taka þessa með. Er mjög ánægð með hana, passlega þykk og létt og á mjög góðu verði! Þið finnið hana hér

 

Síðasta sem kom með voru þessir smekkir, komu 3 saman í pakka. Ég átti svona smekki fyrir og finnst þeir mjög góðir. Hér er linkur

 

Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.

Þér gæti einnig líkað við