Ég elska sólgleraugu og er að safna þeim. Ég á nokkur frá Quay Australia og hef blogggað um þau hér áður. Ég sá á Instagram síðunni þeirra í sumar ný gleraugu sem heita HEARSAY. Auðvitað varð ég að kaupa þau, fannst þau ótrúlega flott og skemmtileg. Það sem ég elska við Quay er að þau eru alltaf að bæta við nýjum og nýjum glerugum og oft er það í samstarfi við einhvern þekktan einstakling, svo eru gleraugun líka á góðu verði. Ég panta alltaf beint frá þeim á síðunni þeirra. Þau eru alltaf komin til landsins daginn eftir eða eftir tvo daga.
Ekki veitir af sólgleraugunum hérna í sólinni í Barcelona!
xo
Guðrún Birna
Instagram: gudrunbirnagisla