New in | hálsmen

Ég keypti þetta fallega hálsmen síðustu helgi hérna í Barcelona. La Mercé hátíðin var síðustu helgi og var mikið um að vera um alla borg. Við ströndina þar sem við búum í Poblenou voru fullt af tjöldum þar sem að fólk og fyrirtæki komu til að selja vörurnar sínar… og mat!

Skartgripafyrirtækið Lacuna var með bás og dróst ég strax að honum. Skartið er einfalt og ofboðslega fallegt – Minimalism with a twist eins og þau segja.

Hálsmenið sem ég keypti er úr silfri en er gullhúðað.

Er mjög ánægð með það.

Lacuna sendir útum allan heim og hægt er að skoða vöruúrvalið þeirra á heimasíðunni eða á Instagram síðunni þeirra hér. Er með auga á nokkrum hlutum sem mig langar í!

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við