Netflix þættir

Vantar ykkur nýja þætti til að horfa á á Netflix? Mér finnst svo gaman að heyra hvað aðrir eru að horfa á, það er svo fáránlega mikið til af þáttum og bíómyndum á Netflix og maður þekkir ekki meirihlutann. Hér eru þættir sem ég mæli með, kannski finnur þú eitthvað nýtt og spennandi til að horfa á.

Tabula Rasa
Kona sem lendir í slysi og getur eftir það ekki myndað nýjar minningar, en verður svo lykilvitni í mannshvarfi. Mæli með þessum, skemmtilegt plot í þeim og pínu spooky.

The Crown
Mögnuð saga og mjög flottir, vandaðir þættir. Þegar ég horfði á þættina vissi ég ekki hvort ég ætti að hneykslast, pirrast eða vorkenna Elísabetu drottningu og fjölskyldu hennar. Ótrúlegt lífið þeirra.

Money Heist
Ég og Óli erum að horfa á þessa núna, erum að byrja í annarri seríu. Mjög spennandi og svo gaman að sjá hvað gerist næst, þau eru svo sniðug! Segi ekki meira, verðið að kíkja á þessa.

13 Reasons Why
Mjög góðir þættir og þá sérstaklega önnur sería en það gerist einhvernveginn meira í henni. Þættirnir eru átakanlegir og ekki fyrir alla.

The Rain
Byrjaði á þessum um helgina og átti erfitt með að hætta, boða á gott.

Riverdale
Þessir þættir eru eins og Gossip Girl og Pretty Little Liars blandað saman. Skemmtilegir unglingaþættir.

Stranger Things
Varð bara að henda þessum hingað inn ef það vill svo til að þú sért ekki búin/n að horfa á þá. Við Óli vorum hooked. Strákarnir eru snillingar, tónlistin geggjuð og já bara allt snilld við þessa þætti.

Safe
Er ekki byrjuð á þessum en þeir eru næst á dagskrá, hef heyrt góða hluti um þá.

xo
Guðrún Birna

Instagram –> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við