Árið 2020 hef ég eytt miklum tíma í sófanum að glápa á sjónvarpið, ekki bara útaf Covid heldur var ég ólétt fyrri part ársins og verkjuð þannig að ég þurfti að liggja mikið útaf. Eignaðist svo stelpuna mína í byrjun júlí og hún hékk bókstaflega á brjóstinu fyrstu vikurnar. Netflix var þá minn vinur og ætla ég hér að deila nokkrum seríum sem ég mæli með.
Emily in Paris
IMDb: 7,1
Skemmtilegur þættir frá sömu framleiðendum og Sex and the City. Léttir og þægilegir.
The Queen’s Gambit
IMDb: 8,8
Limited sería þannig að ef þú ert ekki búin að horfa á þá núna þá skaltu drífa þig! Sérð ekki eftir því.
The Witcher
IMDb: 8,2
Elska allt ævintýra og yfirnáttúrulegt. Þessir þykja mér mjög góðir og ég bíð spennt eftir seríu tvö sem kemur 2021.
The Alienist
IMDb: 7,7
Fyrri serían kom út árið 2018 en ég horfði fyrst á hana núna um daginn. Sería tvö var að koma út núna í sumar. Ef þú ert með mjög viðkvæma sál þá myndi ég ekki horfa.
The Umbrella Academy
IMDb: 8,0
Fílaði þessa í tætlur. Ævintýra-ofurhetju-drama skemmtun.
Sex Education
IMDb: 8,3
Mjög skemmtilegir þættir með húmor með ótrúlega skemmtilegum karakterum. Eru komnar tvær seríur og þriðja kemur út á næsta ári.
Locke & Key
IMDb: 7,4
Ævintýra og smá „horror“ þættir. Hafði mjög gaman af þeim.
Dark
IMDb: 8,8
Mjög góðir þýskir þættir. Elskaði fyrstu seríuna en eftir það urðu þeir pínu flóknir.. en samt góðir. Eru þrjár seríur í allt og þá endar sagan. Ef þú ert með athyglisbrest þá eru þetta ekki þættir fyrir þig því maður þarf að fylgjast vel með og hugsa. Flottir þættir og stór saga á bakvið þá.
The Sinner
IMDb: 7,9
Eru tvær seríur á Netflix en þriðja er samt komin út, vonandi kemur hún á Netflix bráðum. Fjórða sería kemur svo á næsta ári. Elska krimma þætti og rannsóknarlögreglu fólk, þessir eru um áhugaverð mál og er nýtt mál í hverri seríu.
The Society
IMDb: 7,1
Skemmtilegir sci-fi, „unglingadrama“ þættir. Bara komin ein sería en mig minnir að það eigi að koma önnur.
After Life
IMDb: 8,4
Komu mér virkilega á óvart. Ricky Gervais semur þættina og leikur aðalhlutverkið. Vissi ekki að það væri hægt að gera gamanþætti um þunglyndi og dauða. Skemmtilegir karakterar og mikill húmor, svartur húmor.
The Stranger
IMDb: 7,3
Mjög fínir krimma þættir.
The Haunting of Bly Manor
IMDb: 7,4
Fór örugglega ekki fram hjá mörgum þegar nýja serían kom út. En þetta er frá sama höfundi og The Haunting of Hill House. Mjög góðir þættir en mér fannst þeir ekki jafn „ógeðslegir“ og fyrri serían, þessir eru aðeins öðruvísi.
Ótrúlegt en satt gæti ég mælt með fleiri þáttum en ég læt þetta duga.
Happy Netflix!
xo
Guðrún Birna
Instagram -> gudrunbirnagisla