Ég held að það sé löngu kominn tími á nýja Netflix færslu. Síðasta Netflix færsla frá mér kom í ágúst í fyrra og þið getið lesið hana HÉR.
Ég er nýskriðin upp úr covid svo ég náði að horfa aðeins meira á Netflix en venjulega og get því mælt með nokkrum áhugaverðum þáttum og myndum sem vert er að kíkja á.
Love is blind. Það er komin út ný sería af þessum snilldar þáttum sem ég hef mælt með áður. Eins og manni finnst þessir þættir furðulegir og kjánalegir á köflum, þá getur maður samt ekki hætt að horfa á þá. Þetta er algjörlega ávanabindandi. Mikið af skemmtilegum karakterum, en á sama tíma líka mikið af hræðilegum karakterum sem maður á bágt með að trúa að séu í alvörunni.
Too hot to handle. Ég nefndi þessa þætti einnig í síðustu Netflix færslu, en það er komin út ný sería. Hún er jafn slæm og sú fyrri, ef ekki bara verri. Og þá meina ég verri á þann hátt að maður missir aðeins meira trúna á mannkynið. Samt hrikalega gott sjónvarpsefni. En smá trigger warning á þessa seríu, það er mikið um gaslighting og ýmis konar ofbeldi, svo hafið það á bak við eyrað.
Pieces of her. Ég er ekki alveg búin með þessa þætti, en langar samt að mæla með þeim þar sem þeir eru mjög góðir so far. Koma sífellt á óvart og alltaf að bætast við nýtt og dýpra twist. Þegar maður heldur að maður viti hvað er að gerast, þá kemur eitthvað nýtt upp. Svo gaman að horfa á svona þætti þar sem maður veit ekki endirinn strax í byrjun.
The bold type. Þessir þættir komu mér á óvart. Mig langaði bara að horfa á einhverja svona þægilega stelpu þætti og ákvað að tékka á þessum. Þættirnir fjalla um þrjár vinkonur sem vinna saman á tískutímariti, en í mismunandi deildum. Þær eru að reyna að koma sér áfram í vinnunni á sama tíma og þær eru að díla við allskonar í einkalífinu. Þessir þættir taka á ýmsum málefnum eins og samkynhneigð, opnum samböndum, kynlíf, ofbeldi, free the nipple, kynþáttafordómum og margt fleira.
Maid. Ég kláraði þessa þætti í einni beit. Gat bara ekki hætt. Ung stelpa með dóttur sína flýr heimili sitt vegna heimilisofbeldis og þættirnir fjalla um vegferð hennar í átt að betra lífi.
The queen’s gambit. Þessir þættir komu mér skemmtilega á óvart. Var einhvernveginn ekki spennt að byrja á þeim þar sem ég hef engan áhuga á skák. En það þarf engan skák áhuga til að hafa gaman að þessum þáttum. Virkilega góðir og vel gerðir þættir.
The woman in the house across the street from the girl in the window. Ég elska Kristen Bell svo ég kíkti á þessa þætti um leið og þeir komu inn á Netflix. Ég veit ekki alveg hvernig er best að lýsa þessum þáttum, en þeir fjalla um konu sem er nýbúin að upplifa mikið áfall og fer að misnota áfengi. Hún heldur svo að hún hafi orðið vitni að morði, en fólk tekur hana ekki trúarlega, svo hún fer sjálf að reyna að komast að því hver morðinginn er. Endirinn á þáttunum kom virkilega á óvart og var eiginlega bara frekar skondinn.
The tinder swindler. Þetta er mynd sem allir verða að horfa á. Ótrúlegt hvernig einn maður nær að blekkja fullt af saklausum konum og hafa af þeim helling af peningum.
Against the ice. Þessi mynd er alveg mögnuð og er byggð á sannsögulegum atburðum. Hún gerist á Grænlandi og fjallar um tvo menn sem fara í leiðangur þar árið 1909 til að finna land. Í myndinni má sjá nokkra íslenska leikara.
Takk fyrir að lesa