Netbásinn

Ég rakst á auglýsingu um daginn á Facebook sem vakti áhuga minn. Þetta var auglýsing frá fyrirtæki sem er tiltölulega nýtt á markaðnum og heitir Netbásinn. Netbásinn býður uppá nýja og skemmtilega leið til að kaupa og selja endurnýtanlega hluti á netinu. 

Þú getur leigt hjá þeim bás í eina til fjórar vikur í senn og þú getur haft allt að 100 vörur á þínum bás. Þegar þú hefur pantað og greitt fyrir bás þá færðu aðgang á síðunni þeirra til að skrá inn vörurnar þínar, verðleggja þær og merkja þær með númerum sem þú færð úthlutað. Svo getur þú annað hvort sent þeim vörurnar eða farið með þær á staðinn. Þau sjá svo alfarið um að taka myndir af vörunum og birta á heimasíðunni. Þegar allt er klappað og klárt þá byrjar básaleigan þín að telja. Svo getur þú fylgst með sölunni á þínu svæði á heimasíðunni. 

Ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast þar sem þetta er frekar nýtt fyrirtæki, en ég varð sko alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég fékk svo hlýlegar móttökur þegar ég mætti til þeirra með vörurnar mínar og salan hefur gengið vonum framar. Ég er með bás í fjórar vikur og ég er ótrúlega spennt að sjá hver lokaútkoman verður hjá mér. Þegar básaleigunni lýkur þá getur maður svo valið að “gefa” þeim þær vörur sem ekki hafa selst og þau setja þær á góðgerða bás. Það finnst mér alveg virkilega sniðugt, því annars hefði maður hvort sem er bara sótt vörurnar og farið með þær í næsta Rauða Kross gám. Það sem mér finnst vera stærsti kosturinn er sá að ég þarf aldrei að mæta á staðinn til að taka til í básnum eða fylla á. Starfsfólk Netbássins sér algjörlega um þetta allt fyrir mann. 

Ef þú hefur ekkert til að selja þá getur þú notað Netbásinn eingöngu til þess að versla. Það sem ég hef séð þarna inni er allt á mjög góðu verði, fólk er ekkert að reyna að okra á vörunum sínum. Það er hægt að gera frábært kaup þarna á til dæmis bókum, fötum, barnavörum og allskyns heimilisvörum. Ég mæli klárlega með því að kíkja á úrvalið hjá þeim. 

 

Takk fyrir að lesa

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Netbásinn 

This error message is only visible to WordPress admins

Error: API requests are being delayed for this account. New posts will not be retrieved.

Log in as an administrator and view the Instagram Feed settings page for more details.

Þér gæti einnig líkað við