Litla daman okkar fékk nafnið sitt þann 16.október.
Við leigðum sal í Stjörnuheimilinu í Garðabæ og sáum við um veitingarnar sjálf með aðstoð fjölskyldunnar.
En hún fékk nafnið Arndís María. Amma mín heitin hét Arndís og hef ég alltaf verið voða hrifin af því nafni. Hafði haft þetta nafn í huga í nokkur ár ef ég skyldi einhverntímann eignast stelpu. Það var samt í raun ekki alveg nelgt og vorum við opin fyrir öðrum nöfnum en drógumst bæði alltaf aftur að Arndís.
Þegar ég var komin rúma 7-8 mánuði á leið áttum við enn eftir að finna milliafn og vildi ég að Freyr myndi helst koma með það, af því ég var með fornafnið. Hann kom upp með nafnið María sem er tekið frá frænku hans sem heitir Ása María og fannst okkur það smellpassa saman.
Aðal kakan var frá Bake me a wish. Súkkulaði með hvítsúkkulaði rjóma mousse. Fékk svona köku í baby showerinu mínu og varð að hafa hana í nafnaveislunni, virkilega góð. Og nafnaskiltið er einnig frá þeim. Einnig voru brauðréttir, brauðtertur, bollakökur, ostasalat, túnfisk- og rækjusalat, kex, gulrótakaka og mini pizzur.
Vorum með leik þar sem gestirnir áttu að giska á nafnið hennar. Allir fengu miða þar sem á voru vísbendingar.
Tvö nöfn.
Eitt úr hvorri fjölskyldu.
Getur verið fornafn og/eða millinafn.
Við vorum alveg viss um að enginn myndi ná að giska rétt á bæði nöfnin en einn afinn var með það rétt. Við tilkynntum því nafnið með því að biðja hann um að standa upp og segja hinum hvaða nafn hann giskaði á.
Kjólinn pantaði ég frá Boozt og er frá Saint Tropez. Kjóllinn sem Arndís er í er prjónaður af tengdamömmu.
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.
Instagram -> ingajons