Við héldum smá nafnaveislu og 5 ára afmæli á laugardaginn fyrir nánustu fjölskyldu. Upprunalega planið var að hafa skírn og afmæli í sal með fleiri gestum en útaf Covid höfðum við þetta heima og færri gesti. Ágústa Erla verður 5 ára núna á fimmtudaginn, 20. ágúst, en hún hefur verið að telja niður dagana í veisluna og afmælisdaginn. Hún var alsæl eftir daginn og er ennþá spenntari fyrir afmælisdeginum sjálfum.
Litla stúlkan okkar fékk nafnið Júlía Hulda. Ég hef alltaf verið svo hrifin af nafninu Júlía, finnst það ofboðslega fallegt og Óla líka. Svo vildi ég skíra hana í höfuðið á mömmu minni og ömmu hennar Huldu. Við vorum búin að ákveða nafnið þegar ég var ólétt þannig að það var gott að geta nefnt hana loksins en hún verður 6 vikna á þriðjudaginn.
Fallegi kjóllinn sem Ágústa Erla er í er frá Von Verslun (gjöf).
Marengs fimmuna gerði ég sjálf. Við keyptum bleiku nafnakökuna og svo buðum við líka upp á heitar brauðrúllur, ostasalat og kex og geggjaðan makkarónu/kókosbollu rétt.
Yndislegur dagur!
Takk fyrir að lesa ♡
xo
Guðrún Birna