Myndir úr skírnarveislunni

Mig langaði að deila myndum úr veislunni okkar því veislan var hreint út sagt mögnuð. Tengdamamma mín sá um hana og er hún mesti skreytingar snillingur sem ég hef kynnst og gerði hún öll skrautin sjálf. Hún alveg elskar að vera með veislur og gerir hún allt út frá hjartanu. Allt var svo fullkomið hjá henni og hugsaði hún útí hvert smáatriði. Þetta var alveg fullkominn dagur og vildi ég deila þessum myndum með ykkur 🙂

Allir í veislunni fengu lítinn pakka og í pakkanum voru tveir konfekt molar með mynd af Klöru Dís og fæðingardeginum.

Við keyptum gestabókina af nunnunum uppí Hafnarfirði.

 

Tré til að skrifa framtíðarkveðju til Klöru. Ég ætla geyma þær þangað til Klara er orðin eldri og leyfa henni að lesa þær. Þær voru allar svo fallegar.

 

Nammibar þar sem mamman er nammisjúk 🙂

Allt svo fallegt!

Eins og nefni áðann þá sá tengdamamma mín um veisluna. Hún elskar að halda veislur og er ég svo þakklát að eiga hana 💕 Við erum alveg í skýjunum með daginn ❤️

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra ❤️

Þér gæti einnig líkað við