Myndir frá brúðkaupsdeginum

Fyrir viku síðan þá giftist ég loksins honum Smára. Þessi dagur var miklu skemmtilegri en ég hafði gert mér í hugarlund um. Að fá allt þetta fólk til þess að gleðjast með okkur skemmdi heldur ekki fyrir.

Við erum ákváðum að fara í myndatökuna fyrir athöfn, bæði upp á krakkana að gera og einnig til þess að geta byrjað veisluna fyrr. Við fengum hann Gunnar Jónatansson ljósmyndara til þess að taka myndir þennan dag en við vildum fá hann í myndatöku, athöfn og svo í upphafi veislunnar til þess að ná hópmyndum af okkur með fólkinu okkar.
Biðin eftir myndunum var sem betur fer stutt en við fengum þær nokkrum dögum seinna.

Við erum ekki mikið þekkt fyrir formleg heit og því er nóg til af myndum þar sem við erum hlægjandi eða jafnvel grettin í framan. En það erum bara við og þykir mér jafn vænt um að fá þær myndir eins og þessar flottu sem eru vel uppstilltar.

Ég ætla bara að leyfa myndunum að njóta sín.

Stóra brúðkaupsfærslan kemur svo von bráðar með öllu því helsta.

Þar til næst ?
-Sandra Birna

Þið finnið mig á instagram undir sandrabirna

Þér gæti einnig líkað við