Myndaveggur – Inspo

Mér finnst ótrúlega gaman að setja upp myndavegg, raða saman mínum uppáhalds myndum til að lífga upp á heimilið.
En ég tók saman nokkrar myndir af myndaveggjum til að leyfa ykkur að fá hugmyndir.

<- Sniðugt að mála myndahillur úr IKEA í sama lit og veggurinn sjálfur.
Þá fá myndirnar sjálfar að njóta sín miklu meira.

Það er eitthvað við þessar myndir sem mér finnst vera róandi, hlýjir og mildir litir.

Gerði mini myndavegg fyrir ofan sófann heima, blómaþemað var alls ekki planað fyrirfram.
En ég laðast greinilega svona að blómum og plöntum í hvaða formi sem er.
Seinna meir bætti ég svo við veggvasanum úr Snúrunni og setti gerviblóm úr Dimm í hann sem poppar þetta dálítið upp.

Mynd eftir Rakel Tómas prýðir einn vegg hjá mér ásamt mánaðarplöttum frá Royal Copenhagen sem ég fann á antík marköðum. Gaman að blanda saman nýju og gömlu. Þið látið bara eins og þið sjáið ekki dyrasímann, lítið hægt að gera í því.

Inga

 

Þér gæti einnig líkað við