Ég keypti mér tilboð á Hópkaup um daginn á myndabók frá fyrirtæki sem heitir Samskipti. Ég hef oft verslað við þetta fyrirtæki áður og alltaf verið mjög ánægð með allt sem ég hef fengið frá þeim.
Tilboðið var á einfaldri myndabók með svartri eða hvítri kápu og valdi ég mér svarta kápu í stærð A4. Myndabókin er 40 bls og maður ræður myndafjölda soldið eftir því hvernig maður setur bókina upp. Það var mjög einfalt að hlaða myndunum inn á síðuna hjá þeim og raða í bókina, það tók mig örugglega ekki nema hálftíma að vinna bókina. Gæti eiginlega ekki verið einfaldara.
Ég fékk bókina svo í hendurnar eftir fimm daga, sem er ótrúlega góð þjónusta. Bókin er svo stílhrein og falleg, ég hafði svartan bakgrunn á öllum blaðsíðunum og lítinn hvítan ramma utan um myndirnar.
Mér finnst svo gaman að eiga myndir líka í myndaalbúmum og bókum, ekki einungis í tölvunni eða símanum. Ég get alveg klárlega mælt með þessu tilboði á Hópkaup, sem mér sýnist að gildi til 30.des 2021. En það er tekið fram að öruggast sé að panta bókina fyrir 1.des svo hún verði pottþétt tilbúin fyrir jól. Fullt verð á svona myndabók hjá Samskipti er 8.900 kr. en tilboðið hljóðar upp á 40% og þá er bókin á 5.340 kr. Ótrúlega gott verð til að varðveita minningarnar!
Takk fyrir að lesa
Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi