Elska að byrja daginn minn á að svitna

Þegar ég byrjaði í mínum fyrsta niðurskurði 2016 þurfti ég að venjast því að vakna um fimm á morgnanna og fara í morgunbrennslu. Eftir nokkur skipti vandist þetta og fór mér að líka mjög vel við að byrja daginn á smá æfingu. Eins og sumir vita þá er ég bakveik eftir bílslys 2014 og fæ oft mjög mikla bakverki. Ég þarf því að hugsa vel um bakið á mér og passa upp á að ég sitji ekki of lengi eða standi.

Í þessum niðurskurði fann ég hvað það gerði mikið fyrir mig að vakna aðeins fyrr á morgnanna og taka þessa morgunbrennslu og byrjaði ég að finna minna fyrir bakverkjum yfir daginn. Ég ákváð því að halda þessu áfram og byrja ég flesta virka daga á að mæta á morgunæfingu þar sem ég tek annað hvort sjálf brennsluæfingu og kviðæfingar eða mæti í spinning tíma/CBC. Æfingin er oftast frá 40-60 mínútum, það fer eftir því hverju ég nenni hverju sinni. Eftir að hafa lokið við morgunæfinguna er ég miklu tilbúnari í minn átta tíma vinnudag þar sem ég sit mikið.

Ég elska að breyta til með morgunæfingarnar mínar og skiptist þá á að taka HIIT æfingar (high intensity interval training) eða æfingar á jöfnu tempó. Stair master tækið í World Class er í uppáhaldi en það er mjög auðvelt að taka góða æfingu á því tæki. Einnig finnst mér ágætt að breyta til og taka tröpputækið, labba í halla eða taka smá skokk. Stundum vil ég taka alla æfinguna á einu tæki en stundum finnst mér gott að brjóta æfinguna upp með því að taka t.d. 20 mín á bretti og svo 20 mín á Stair Master.

Hér á eftir koma nokkur brennsluplön sem ég mæli með að þið prófið

Uppáhalds morgunprógramið mitt

Þessi æfing hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og hef ég deilt henni oft á Instagram síðunni minni.

Fjölbreytt og skemmtileg æfing

Þessi æfing lætur tímann líða mjög hratt þar sem maður er alltaf að gera eitthvað nýtt. Það er líka hægt að taka bara fyrri partinn á æfingunni og hafa það sem upphitun fyrir fóta- eða rassaæfingu

Hlaupabretti og Stair Master

Stundum er ég í stuði fyrir smá hlaup og eitthvað annað í lokin. Mér finnst þá gott að taka smá HIIT á hlaupabrettinu þar sem ég hleyp eins hratt og ég get og geng síðan á milli.

Stutt æfing á tröpputæki

Stundum langar mig að taka stutta æfingu sem tekur samt vel á, þá finnst mér gott að taka HIIT æfingu eins og þessa hér

Ég mæli með að þið prófið æfingarnar sem ég setti inn og þið megið endilega tagga mig á Instagram ef þið takið æfinguna!
Ég reyni að vera dugleg að setja inn bæði brennsluæfingar og aðrar æfingar á Instagram síðuna mína, endilega fylgist með mér þar <3

Ása Hulda

Þér gæti einnig líkað við