Mojito bolla

Að mínu mati finnst mér mojito mjög góður og ferskur, ef hann er blandaður rétt.

Mig langaði að hafa hann í boði í brúðkaupinu. Ásamt freyðivíni, léttvíni, bjór og Baylies með kaffinu.

Um morguninn á laugardeginum fór ég í salinn og náði mér í pott til að búa til sykur síróp.

Hér er verið að tala um 8 lítra af bollu.

Set 500 – 700 gr af sykri í 1,5 litra af vatni.
Læt það mallast á lágum hita þangað til allur sykurinn hefur blandast saman við vatnið. Síðan er sírópið látið kólna í kæli.

Restina gerði ég svona:

1,5 líter af rommi sett í góða stærð af skál ( ég notaði bacardi).
15 lime skorin í ferninga, mikilvægt er að kreista hvern lime bita fyrir sig ofan í.
5 pakkar af myntu (250gr) – rífa skal myntblöðin af stönglinum .

Blanda síðan sírópinu við allt saman og geymt í kæli þar til bollan er borin fram.
Þegar bollan er borin fram á síðan að bæta við klökum og sprite-i, 2-3 lítrar – fer eftir því hvað þú villt hafa bolluna sterka.

– Aníta Rún

Þér gæti einnig líkað við