Mjólkurlaust pasta með kjúklingi

Við prófuðum um daginn að gera rjómapasta, en mjólkurlaust, til þess að Hlynur Atlas gæti borðað það sama og við og kom það skemmtilega út. Hér er uppskriftin ef einhverjir vilja prufa:

Hráefni:

 • Einn pakki af kjúklingabringum
 • 2 stk oatly rjómi, lítil ferna
 • Vegan pestó
 • Hvitlaukur
 • Soðið pasta
 • Krydd eftir smekk
 • Nokkrir sveppir
 • Olía
 • Hænsnakraftur

Aðferð:

 1. Byrjið á því að setja pasta í pott og sjóða, fínt að gera það eftir leiðbeiningum á pakkningunni. Gott er að miða við sirka 80 gr. per fullorðinn og ég myndi segja að þessi uppskrift væri fín fyrir 2 fullorðna og jafnvel 2 börn. Fyrir Hlyn bætti ég smá auka pasta, en hann borðar ekkert rosalega mikið.
 2. Steikið kjúklingabringurnar uppúr olíu, við notuðum ólífuolíu. Ég skar þær í tvennt og steikti þannig, svo þær myndu steikjast hraðar og kryddaði með salti og pipar. Síðan tók ég þær til hliðar og reif, svo það yrði auðveldara fyrir Hlyn að borða þær.
 3. Því næst skar ég niður nokkra sveppi og steikti upp úr olíunni sem var eftir á pönnunni. Skellti svo 2 msk af pestó útá og rjómanum og lét malla í smá stund. Ég bætti við svona 1/3 af hænsnakrafti til að fá aðeins meira bragð.
 4. Sigta pastað frá vatninu og skella því út í sósuna ásamt rifna kjúklingnum og láta malla saman í smá stund. Við settum smá af pastavatninu út í, en ef þið viljið þynnri sósu þá er um að gera að setja nokkrar matskeiðar af því út í.
 5. Skammta sér og njóta!

No description available.

Þetta er vegan pestóið og oatly rjóminn sem við notuðum.

No description available.

Rétturinn tilbúinn. Myndatökumaðurinn ég ætlaði svo að taka sæta mynd í skál og alles, en auðvitað var bara ráðist á matinn og borðað hann, svo hér fáið þið rosalega heimilislega mynd af pastanu. Ég lofa það er rosa gott!

Takk fyrir lesninguna!

Freydís

Þér gæti einnig líkað við