Missguided pöntun

Ég pantaði í fyrsta skiptið í mörg ár af Missguided um daginn og var ég svo ótrúlega ánægð með allt sem ég verslaði að mig langaði til að henda í eina færslu. Missguided er með app sem hægt er að sækja í símann og notaði ég það þegar ég pantaði. Ég mæli eindregið með því að nota öpp hjá þeim verslunum þar sem slíkt er í boði, vegna þess að það leynast ansi oft afsláttarkóðar í þessum öppum. Ég rakst til dæmis á 25% afsláttarkóða í appinu þegar ég var að leggja inn mína pöntun, og mann munar sko alveg um það. Ég verslaði mér fyrir sirka 23 þúsund krónur og það tók innan við viku fyrir vörurnar að koma til landsins. Ég þurfti svo að borga 7 þúsund krónur á pósthúsinu fyrir vsk og toll, þannig að samtals kostaði þetta mig um 30 þúsund. Ég læt það nú vera fyrir kósýgalla, tvo boli, sokka, sólgleraugu, kjól og peysu.

Playboy bolur, fæst HÉR

Ferskjulitaður bolur fæst HÉR HÉR

Kósýgalli fæst HÉR

Netasokkar fást HÉR

Myntugrænn kjóll.

Ljós hneppt cardigan með balloon ermum.

Quay sólgleraugu „Reina fade“

Ég læt link fylgja með af þeim vörum sem ég gat. Sumar vörurnar sem ég pantaði virðast vera uppseldar því ég fann þær ekki inná síðunni lengur. Ég mun klárlega panta mér oftar af þessari síðu. En ég vil taka það fram að þessi færsla er ekki unnin í samstarfi.

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við