Í dag eru 24 dagar í brúðkaup…. takk fyrir pent!
Undirbúningur er búinn að ganga vel og er bara smá eftir. Ég skrifaði smá færslu hér þegar allt var að fara af stað og er heldur betur mikið búið að gerast síðan þá.
Fyrsta og aðal málið var að finna catering eða veislu þjónustu. Við vorum í tölvusambandi við tvær þjónustur, við skrifuðumst á milli í margar vikur til að plana allt og á endanum fengum við tilboð frá þeim. Önnur þjónustan heillaði okkur aðeins meira og þá ekki bara tilboðið heldur samskiptin sem fóru á milli líka. Þau buðu okkur í smakk og ákváðum við Óli að ef allt myndi ganga vel í því að þá myndum við bóka þau á staðnum.
Við mættum á ótrúlega flottan veitingastað þar sem að okkur var vísað í sér herbergi. Við vorum með sér þjón og konan sem við vorum búin að vera í samskiptum við var líka þarna til að taka á móti okkur. Við smökkuðum allskonar drykki, vín, 10 smárétti, 3 forrétti, 4 aðalrétti og 5 tegundir af kökum. Það mætti segja að við höfum rúllað þarna út…. og pínu tipsý. Eftir að við vorum búin að smakka allt fórum við á efri hæðina í svona sýningarherbergi þar sem að var hægt að sjá allt sem þau bjóða uppá í leirtaui, dúkum, servéttum, stólum os.frv. En veisluþjónustan sér einnig um að koma öllu á staðinn, leggja á borð og raða upp. Við bókuðum þessa þjónustu eftir smakkið enda allt frábært og passaði okkur mjög vel.
Hægt er að sjá fleiri myndir og myndbönd af smökkuninni og fleira á Instagraminu mínu gudrunbirnagisla en ég set allt í „highlights“ tengt undirbúningnum.
Við erum einnig búin að bóka söngkonu og gítarleikara sem munu syngja í athöfninni og einnig í kokteilunum og snittunum eftir athöfnina. Við erum líka komin með mann sem mun gefa okkur saman, ljósmyndara og tvo menn sem munu sjá um myndbandsupptökur. En við vorum sammála um það að við vildum klárlega fá myndband líka af deginum.
Ég er komin með brúðarkjól en ég segi betur frá því í þessari færslu. Óli er kominn með jakkaföt, skyrtu og skó en við eigum eftir að finna bindi, ég er með ákveðinn lit í huga en er ekki búin að finna það – ég finn það vonandi sem fyrst. Það er allt komið fyrir Ágústu Erlu, kjóll, skór, hárskraut og ermar fyrir kvöldið ef henni verður kalt.
Ég er líka komin með sminku og hárgreiðslukonu og er búin að fara í prufu förðun og prufu hárgreiðslu hjá þeim. Þær koma svo uppá hótel og gera mig fína ásamt systur minni, mömmu og tengdó.
Við fórum á fund í vikunni með DJ-inum en hann kemur einnig með allar græjur með sér, hátalara, screen fyrir myndbönd og myndir og míkrafón. Fyrirtækið hans setur allt upp og svo verður hann á staðnum alla veisluna og mun sjá um tónlistina með matnum og svo partýinu seinna um kvöldið.
Næsta mál á dagskrá er að kaupa nokkra hluti sem vantar eins og til dæmis blómakörfu fyrir Ágústu Erlu, rósablöð fyrir ganginn þar sem að athöfnin verður og eitthvað fleira. Planið er að klára það allt á næstu tveimur vikum svo að vikan fyrir brúðkaup verði ekki í neinu stressi.
Ég er kannski að gleyma einhverju en þetta er svona það helsta sem við erum búin að bóka <3
xo
Guðrún Birna
Instagram: gudrunbirnagisla