Mini myndaveggur

Ég er búin að vera með þessa hugmynd í höfðinu ansi lengi en hef alltaf viljað bíða því ég vildi setja fjölskyldumyndir í rammana. Barnamyndir, sónarmyndir og þess háttar. Fyrst við vitum ekki hvenær við getum útfært þá hugmynd þá ákvað ég að prufa að setja saman myndir af okkur hjúunum. Prentaði út fjórar myndir frá fríum sem við höfum farið í og setti í rammana. Svo skiptum við þessum myndum út fyrir barnamyndir þegar að því kemur ♡

Myndir -> PRENTAGRAM
Rammar -> IKEA
Ljós -> IKEA
Ljósapera -> IKEA

Langaði að minnast á þjónustuna hjá Prentagram. Pantaði að kvöldi til og myndirnar voru tilbúnar eftir hádegi daginn eftir, var alls ekki að búast við svona snöggri þjónustu. Minnir að ég hafi borgað í kringum 1.800kr fyrir fjórar myndir, fannst það frekar vel sloppið. 

Rammarnir eru í stærð 32x32cm og myndirnar eru 20x20cm.
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.

Inga

Þér gæti einnig líkað við