Nú þegar ég er gengin 30 vikur á leið langar mig að koma niður á blað þeim athugasemdum sem ég hef fengið í gegnum þessa meðgöngu.
Ég er með frekar stóra kúlu, og var síðasta meðganga ekkert öðruvísi, núna er ég reyndar búin að bæta mun minna á mig heldur en síðast, en ég er reyndar lítið að pæla í því, en að sjálfsögðu reynir maður að halda kílóunum í skefjum.
Og man ég bara eftir tveimur skiptum þar sem það er sagt eitthvað jákvætt varðandi bumbuna og meðgönguna mína.
Þó ég átti mig á því að kannski eitthvað af þessum „leiðindar“ athugasemdum er verið að meina vel, en það kemur bara ekki alveg þannig út hjá þeirri sem er ófrísk.
Þegar þú segir „Mikið rosalega ertu stór“ þá hljómar það í mínum eyrum „jiii, annaðhvort ertu að borða svona mikið eða þú ert alveg að fara eiga þetta barn“
Þegar ég var komin um 20 vikur á leið þá fékk ég athugarsemd á við „ég var jafnstór og þú ert núna þegar ég var við það að fara eiga.“

„þú ert svo ung, þú átt að vera svo hraust.“
-þegar ég minkaði við mig vinnu gengin 26/7 vikur.
Svo það komi líka fram, vann ég 12-13 tíma vaktir fram að 26 viku, og tel ég það bara vera nokkuð vel gert.
„Hún er allavega ekki með aumingjaskap eins og þú, búin að minnka við þig um vinnu.“
-þegar önnur ófrísk stelpa var ekki búin að minnka sitt 70% starf komin álíka langt og ég.
„Þvílíkur lúxus, að vera vinna bara 6 tíma vaktir!“
-Lúxus já…. lúxus.
„Það fer nú bara alveg að koma að þér!“
-já, nei ég á 3 mánuði eftir…
ooooog sú allra vinsælasta er
„Ertu alveg viss um að þú ert ekki með tvíbura?“
„Tvíburar?“
„Ég er alveg viss um að þetta eru tvíburar.“
„Það eru pott þétt tvö þarna inní, það hefur bara ekki sést í sónarnum.“
Nú hef ég líka talað mikið um mína andlegu vanlíðan á meðgöngu og er það mikið að hjálpa mér og minni líðan.
Tek það fram að þetta er að koma frá fólki sem þekkir mig ekki. Heldur er þetta að koma frá fólki sem ég hitti ekki oft og gestum veitingastaðarins.
Mig langar bara minna fólk á að passa sig þegar það er að tala við ófrískar konur og ætlar að setja eitthvað út á útlitið þeirra eða getu á meðgöngu.
Og ég veit vel að þetta virkar líka í hina áttina, þá meina ég að þær konur sem fá litla kúlu og fá leiðilegar athugasemdir varðandi það.
Ég lýt kanski út eins og ég sé með mjög þykkann vegg á mér og að ég taki ekki inná mig það sem er sagt við mig, en þá daga sem er sagt svona við mig þá hætti ég ekki að hugsa um það allan daginn. Og getur þetta vel eyðilagt daginn minn.
En þetta er bara brota brot af því sem ég hef fengið að heyra, ég gæti vel komið með fleiri en sú færsla yrði aðeins of löng að mínu mati.
Sýnum nærgætni.
Og mundu að orð þín hafa áhrif, því bið ég þig að segja eitthvað jákvætt eða uppbyggilegt næst þegar þig langar að segja að óléttu kúlan hjá þjónustu stúlkunni þinni er stór.
„Mikið rosalega blómstrar þú.“
„Rosalega ert þú dugleg.“
„Þú lítur mjög vel út.“

Aníta Rún
Instagram: anitarg