Mfitness æfingaföt

Þessi færsla er ekki kostuð

Ég er mjög picky þegar kemur að æfingafötum og þeir sem þekkja mig vita að ég æfi alltaf í buxum frá MFITNESS. Ég á orðið sex buxur frá þeim og þyrfti eiginlega að fara að eignast fleiri (af því að mér finnst svo leiðinlegt að þvo þvott). Uppáhalds buxurnar mínar eru þessar en þeir heita AJ. Þetta eru plain svartar buxur, uppháar með miklu aðhaldi. Ég æfi Crossfit, svo maður er að hreyfa sig hratt og mikið á æfingum, hoppandi uppá kassa, leggjast í gólfið í Burpees og sveifla sér uppí slá og hvaðeina, þá finnst mér svo mikilvægt að vera í buxum sem renna ekki niður. Mfitness eru einu æfingabuxurnar sem ég hef prófað sem haggast ekki alveg sama hvað maður er að gera. Ég þarf aldrei að hífa upp um mig buxurnar! Og trúið mér, ég hef prófað þær ansi margar! En trixið er að það þarf að kaupa buxurnar frekar þröngar til þess að þær virki rétt. Ef maður kaupir þær ekki nógu þröngar þá geta þær rúllað niður. Ég kaupi allar mínar Mfitness buxur í small, en venjulega er ég að nota 38/40 í buxnastærðum.

Ég er ekki mikið fyrir að æfa í litríkum fötum, er nánast alltaf í öllu svörtu þegar ég er á æfingum. Það sem mér finnst skemmtilegt við Mfitness buxurnar er að það koma reglulega inn nýjar týpur af buxum, sem eru með ýmsum flottum detailum en eru samt ennþá svartar. Auðvitað eru til allskonar litrík föt hjá þeim, en það er bara ekki minn stíll. Ég fékk gráu buxurnar í jólagjöf í fyrra til dæmis og þær voru svo þægilegar að ég var næstum því búin að halda þeim, en ég ákvað svo að skipta þeim fyrir svartar þar sem mér leið bara eins og ég væri nakin í þessum gráu. Svartur er bara minn litur.

Topparnir frá þeim eru líka mjög góðir og halda vel við. Þeir koma allir með púðum innan í sem maður getur tekið út sjálfur. Ég hef verið að taka medium í toppunum frá þeim, eins og ég geri í öllum íþróttatoppum. Þessi hér er uppáhaldstoppurinn minn en ég á hann reyndar með hvítum böndum í bakið. Þetta er nýja týpan af toppnum og er ég á leiðinni að fjárfesta í honum líka, auðvitað.

Á myndunum hér að ofan er ég í AJ buxum og Sölva unisex hettupeysu í vínrauðu.

Þér gæti einnig líkað við