Mexikósk kjúklingasúpa

Mér finnst fátt betra á köldum dögum en að gera góða súpu í matinn hjá okkur og þessi súpa er komin í einskonar hefð í minni fjölskyldu við öll tilefni. Við buðum til dæmis upp á þessa súpu í brúðkaupinu okkar sem vakti mikla lukku!
En mín allra uppáhalds súpa er mexíkósk kjúklingasúpa og hef ég gert hana í allskonar skemmtilegum útfærslum.

Uppskrift:
2 paprikur
1 rauðlaukur
3 hvítlauksrif
1 box sveppir
3 stórar krukkur tacosósa
2 lítrar vatn
500 gr rjómaostur
2 kjúklingateningar
Borið fram með sýrðum rjóma, rifnum osti, doritos og nan brauði

Ég mixa yfirleitt megnið af grænmetinu saman og finnst koma aðeins meira bragð af súpunni við það en það er bara smekksatriði hvort að fólk vill hafa „mjúka“ súpu eða bita í henni.
Súpan er mjög góð í 2-3 daga og einfalt að smella henni í poka og setja inn í frysti og taka svo fram á dögum sem maður nenni ekki að elda 🙂

Þér gæti einnig líkað við