Klara er byrjuð hjá dagmömmu núna og vildi ég því merkja allt sem hún á svo það skilaði sér örugglega aftur heim. Við erum með tvö pör af ullarsokkum og ullarvettlingum sem ég vildi merkja og fannst mér límmiðarnir sem við notum voða mikið ekki henta. Ég vildi fá miða sem maður gat klemmt í prjónafötin svo þeir færu ekki á neitt flakk. Ég fann þessa snilldar síðu Labels4Kids sem selur nánast allt fyrir merkingar.
Maður getur valið um allskonar miða, límmiða, miða sem maður straujar í og merktar klemmur sem maður smellir í fötin. Annað sem ég sá inná síðunni er að þeir merkja flest allt skóladót fyrir börnin líka. Maður getur keypt merkta penna, liti, pennaveski og skólatöskur. Ótrúlega sniðugt!
Miðarnir sem ég keypti eru ekki með neinu lími. Þeir eru úr þykku vinyl efni sem rifnar ekki léttilega. Ég keypti 50 stk sem kostuðu 1200 kr og fylgdu smellurnar með.
Miðarnir koma einungis í hvítu en þú getur valið um þrjá liti á letrinu og þrenns konar letur. Ég valdi bleika stafi með letrinu Arial Regular.
Ég ætla merkja allar prjónapeysur með miðunum þvert og húfur en á vettlingunum og ullarsokkunum ætla ég að hafa þá í boga, það sparar smellurnar og er örugglega þæginlegra 🙂
Ótrúlega sniðugt og þægilegt!
Hef þetta ekki lengra 🙂