Matarmikið brauð/hrökkkex

Þegar kemur að mat, þá elska ég að borða en að hafa til mat er ekki mitt uppáhalds. Þó finnst mér einfaldur matur og sami maturinn aftur og aftur ekkert sérstakur. Í fæðingarorlofinu fannst mér flóknasta við daginn minn var að gera mér mat og endaði yfirleitt alltaf á því sama, dag eftir dag. Þangað til eftir að ég fór í heimsókn til mömmu og rifjaði upp gamla góða matarmikla brauðið/hrökkkexið sem hún gerir. Það er ótrúlega gott og frekar einfalt að gera það, og hægt að útfæra á allskonar máta. Hér kemur grunn“uppskriftin“ af matarmikla brauðinu/hrökkkexinu:

  • Brauð eða hrökkkex sem þér finnst gott, ath hrökkkex er brothætt svo það er oft subbulegra, en mér finnst það persónulega best með þessu.
  • Kotasæla
  • Ostur
  • Skinka
  • Gúrka
  • Tómatar
  • Soðin egg
  • Kavíar

Þessu er öllu raðað, eftir þessari röð á brauðið/kexið og voilá fullkomin máltíð fyrir t.d. hádegismat, því þetta er ótrúlega mettandi. Myndin að ofan er eins heimilisleg og hún gerist, enda er ég ekki þekkt fyrir glansmyndina og þetta lítur svona út, en bragðast enn betur!

Það er auðvitað ekkert mál að skipta út og breyta, t.d. er Þorfinnur ekki hrifinn af kotasælu og því set ég alltaf bara smjör á hans. Stundum sleppir hann einnig kavíar og setur pítusósu í staðinn. Það er hægt að fara allskonar leiðir, en ég lofa þetta er ótrúlega gott og ég mæli með fyrir alla að prufa!

Takk fyrir lesninguna!

Freydís

Þér gæti einnig líkað við