Skipulagssnillingurinn Marie Kondo snýr aftur

Þeir sem hafa gaman af skipulagi hafa eflaust heyrt um Marie Kondo. Hún hefur slegið í gegn með aðferðum sínum og hvernig á að tækla draslið heima fyrir. Marie er hvað þekktust fyrir KonMari aðferðina og sú aðferð hjálpar fólki að losa sig við allt það óþarfa og koma reglu og ró á heimilið.  Hún kennir manni að komast á þann stað að maður þarf ekki endilega að eiga allt. Hjálpar manni að jarðtengja sig og opna augun hvað maður þarf í raun. Virkilega friðsælt að fylgjast með henni og tekur maður margt til sín.

Marie gaf út þáttaröð á Netflix árið 2018 „Tidying up with Marie Kondo,, Núna þremur árum síðar eigum við von á seríu númer tvö. Hún er væntanleg í janúar á nýju ári og ég get hreinlega ekki beðið.

Ég hef lært margt gott frá henni Marie. Eftir að ég eignaðist mín börn finnst mér mikilvægt að hafa góða yfirsýn af fötunum þeirra. Með hennar aðferðum hefur mér tekist að halda röð og reglu á hlutunum og ég sé miklu betur hvað við eigum til. Ég var vön að kaupa allt of mikið af fötum því maður tók einfaldlega ekki eftir þeim í skápnum. Staðan er svo allt önnur í dag og ég dýrka þetta kerfi frá henni.

Marie Kondo er í miklu uppáhaldi hjá mér. Aðferðir hennar hafa hjálpað mér og mínu heimili mikið þegar kemur að tiltekt. Eftir að við fluttum í nýja húsið okkar, tókum við eftir því hvað við áttum mikið af óþarfa drasli. Mér finnst heimilið mitt núna vera springa af dóti sem við þurfum ekki. Ég setti mér markmið að hreinsa til og losa mig við allt það sem við þurfum ekki. Aðferðir hennar Marie Kondo munu nýtast mér mjög vel. Smellið á hlekkinn fyrir neðan og fylgið mér á Instagram til að fylgjast með þessu verkefni.🖤

Hlakka til að horfa á í janúar 🖤

Hef þetta ekki lengra í dag 🖤

 

 

Þér gæti einnig líkað við