Klöru finnst alveg ótrúlega gaman að lita og fengi hún að ráða þá væru hún að því allan daginn. Það voru komnar myndir eftir hana inní alla skápa og skúffur og vildi ég hafa þetta allt á sínum stað og kaupa fallega möppa undir listaverkin.
Ég kom auga á svo flotta möppa inná Babyshop.
Mappan er ótrúlega vönduð og flott. Það er mikið pláss í henni þar sem hún fellur ekki saman. Hún er úr þykkum pappa og er eins og box. Seglar báðum megin við opið svo hún lokast auðveldlega.
Hentar vel fyrir börnin og sérstaklega fyrir þessi litlu þar sem það er létt að opna hana og loka.
Klara hefur mikinn áhuga á þessu og finnst rosa gaman að fá að setja listaverkin sín sjálf í möppuna.
Vildi deila þessu með ykkur þar sem hún er á afslætti núna inná Babyshop 😀
Þangað til næst!