Lúsin mætt í heimsókn

Um daginn fékk ég símhringingu í vinnuna frá leikskólanum hennar Fanndísar Emblu, þar sem tilkynnt var að fundist hafi lús í Fanndísi Emblu. En fyrir þá sem ekki vita þá er ég mjög stressuð fyrir svona hlutum og tók það mig nokkurn tíma að ná mér niður.

En í tölvupósti sem ég fékk sendan frá leikskólanum voru góðar leiðbeiningar frá Landlækni hvað skuli gera ef lús finnst. Allra mikilvægast er að kemba daglega hvort sem lús finnist eða ekki, þar sem maður getur hafa yfirsést nit í hárinu sem verður eftir nokkra daga að lús. Talað er um að kemba í 2 vikur eftir að lús finnst í krakkahópnum til að ná að útrýma henni.

Ég fór svo í apótek til að kaupa lúsarsjampó en það eru til svo margar tegundir svo ég mæli með að spyrjast fyrir hvað hentar best hverju sinni svo enginn fái valkvíða yfir úrvalinu.
Eitt sem ég hefði viljað vita helst fyrir 3 árum, þegar Fanndís Embla byrjaði í leikskóla að það sé til sprey til að varna því að börn eigi að fá lús, þar sem það eru efni í spreyinu sem lúsin á ekki að þola og er rannsakað. Lavender og Tee Tree olíur eru vinsælar líka í sprey til að fæla lúsina.

Sjálf höfum við blandað Lavender við vatn sem hefur verið notað sem daglegt hársprey þegar sett er í hárið á Fanndísi Emblu með góðri reynslu en held að Hedrin Protect & Go verði notað á meðan lúsin er að ganga á þeim stöðum sem krakkarnir eru.

En ekkert er 100%, svo allir þurfa að kemba þegar tilkynningin kemur til þess að hún drepist á endanum. Lúsartilfelli skal tilkynna til leikskóla eða skóla, en þeim ber svo að tilkynna það áfram til Landlæknis.

Vonandi hjálpar þetta einhverjum

Þið finnið mig á instagram undir sandrabirna

Þar til næst ♡
-Sandra Birna

Þér gæti einnig líkað við