Love island

Disclaimer: Það eru engir spoilerar í þessari færslu.

Ef þú ert ekki nú þegar komin um borð í Love island lestina, þá held ég að nú sé kominn tími til að skella sér um borð. Ég verð að viðurkenna að ég ELSKA þessa þætti. Ég var heldur treg til fyrst þegar dóttir mín bað mig um að horfa á þetta með sér þegar fimmta serían kom inná Sjónvarp Símans Premium. En ég ákvað að slá til þar sem mig vantaði hvort sem er eitthvað nýtt til að horfa á.

Þættirnir snúast í rauninni um að nokkrir einstaklingar eru saman í villu í sólarlöndum í fimm vikur og eiga að para sig saman. Að lokum er svo eitt par valið sigurvegari og vinnur dágóða peningasummu. Þau eru öll saman þarna í villunni, hafa ekkert samband við umheiminn og myndbands upptökuvélar eru í gangi allan sólahringinn. Reglulega er svo farið í gegnum paranir, þar sem fólk getur valið að para sig saman áfram eða velja annan aðila í villunni til að para sig saman við. Fólk er svo sent heim, ýmist ef það hefur ekki verið valið í par eða eftir úrslit símakosningu áhorfenda. Einnig er reglulega bætt við nýju fólki, svo það er alltaf eitthvað spennandi að gerast. En það sem gerir þættina svona ógeðslega skemmtilega eru karakterarnir sem koma þar fram (þau eru öll rosalega bresk, írsk og skosk, svo ég mæli með að horfa á þættina með texta, til að skilja allt sem fer fram). Að mínu mati var castið í fimmtu seríu töluvert betra heldur en í þeirri sjöttu sem er í gangi núna, þó það séu auðvitað margir skemmtilegir karakterar þar líka.

Fimmta serían er öll inná Premium hjá Sjónvarpi Símans og það sem komið er af þeirri sjöttu (reyndar eru þeir nokkrum dögum eftirá). En það kemur út einn þáttur á dag á meðan þau eru í villunni og inná milli koma svona “unseen bits” þættir, þannig að til dæmis í fimmtu seríunni eru 58 þættir. Svo er hægt að horfa þetta líka á allskonar síðum á netinu, en það er þá náttúrulega án texta og oft eru gæðin ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Ég mæli allavega eindregið með að gefa þessum þáttum séns, algjör snilld að horfa á þá á kvöldin þegar manni langar til að “undwinda” eftir vinnudaginn.

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við