Losnaðu við skápalyktina

Það er komið ár síðan við keyptum hérna í Hafnarfirði. Við erum alltaf á leiðinni að skipta um skáp inní hjónaherbergi en þær framkvæmdir detta alltaf í frest. Ein af ástæðunum afhverju ég vil nýjan skáp er þessi blessaða skápalykt. Hún virðist aðeins vera þar sem ég geymi rúmfötin. Það fer verulega í mig því ég þoli ekki þessa lykt. Hvað þá þegar maður er búin að setja nýtt á rúmið og það angar af þessari lykt! Alveg ömurlegt 😅 Ég vildi gjarnan losna við lyktina og var því búin að prufa ýmislegt en fann loksins leið. Það er allavega kominn mánuður síðan ég tók skápinn í nefið og get ég sagt að lyktin sé farin 😊

  1. Ég tók allt úr skápnum.
  2. Spreyjaði Rodalon í hann og lét liggja í smá stund.
  3. Þreif hann og þurrkaði og loftaði um hann í góða stund (30 min)
  4. Þvoði öll sængurverin.
  5. Keypti kassa í Ikea og raðaði sængurverunum að hætti Marie Kondo.

Ég hafði áður þrifið skápinn (án Rodalons) og staflaði sængurverunum öllum saman eins og ég gerði alltaf. Lyktin kom alltaf aftur þannig ég vissi að það var ekki málið. Þar sem öll sængurverin lyktuðu þá þvoði ég þau öll, smá tímafrekt en vel þess virði. Ég kom síðan auga á þennan fína tvískipta kassa í Ikea og fannst mér hann fullkominn fyrir sængurverin.

Sængurverin í annað hólfið og koddaverin í hitt. Ég hafði áður alltaf sett sængurverin inní koddaverið og geymt þannig en mér finnst þetta þæginlegri leið 👏 Kassinn heitir Stuk og kostar 995 kr.

Mér finnst alltaf þæginlegt að skilja sængurverin eftir á röngunni. Finnst það auðvelda þegar kemur að því að skipta um.

Instagram –> sunnaarnars
**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**

Þér gæti einnig líkað við