Loppu ráð

 

Heimilið mitt var orðið frekar stappað af fötum og allskonar hlutum sem ég var löngu hætt að nota. Áður en ég færi með allt í Rauða Krossinn þá langaði mig að prufa vera með bás í Extraloppunni. Ég leigði bás í tvær vikur og finnst mér það vera flottur tími.

Mig langaði að deila með ykkur ráðum ef þið eruð á leiðinni að fara selja í Extraloppunni 🙂

  • Farið fyrr að sækja miðana til að merkja fötin. Gott að gera þetta heima í rólegheitunum.
  • Þá fáið arkir með límmiðum til að verðmerkja.
  • Þið fáið til að byrja með 40 stykki af hörðum spjöldum til að líma á. Ég mæli með að kaupa nokkur karton og búa til ykkar eigin spjöld ef þið þurfið fleiri.
  • Ég mæli með að kaupa sterkann tvinna til dæmis í Søstrene og nota það til að festa miðana við þær flíkur eða skó sem þið ætlið að selja. Með því að nota sterkann tvinna þá eru litlar líkur á að miðinn fari á flakk og flíkin týnist.
  • Ég myndi forðast að líma miðana beint á fötin og skóna.
  • Í sumum flíkum er ekki hægt að festa tvinna þá þarf að skjóta í þær. Það eru byssur við afgreiðsluborðið ef þið þurfið. Oftast eru þetta íþróttafötin sem þarf að skjóta í þannig ég myndi nýta mér það.
  • Það er í boði að setja þjófavörn bæði smellur og límmiðar og myndi ég klárlega nýta mér það 🙂

Nú þegar básinn er kominn upp þá myndi ég kíkja reglulega á hann og gera hann snyrtilegann. Ég kíkti á minn bás á tveggja-þriggja daga fresti og fylgdist með sölunni á netinu. Í hvert skipti sem ég kíkti á minn bás þá voru fullt af flíkum sem ég átti ekki. Ég skilaði þeim alltaf á réttan bás því það er svo fúlt þegar flíkur fara á flakk.

Það er facebook grúbba fyrir þá sem eru að selja og myndi ég pósta þar inná hvað þið eruð með og sérstaklega þegar þið eruð búin að fylla á. Þetta klárlega eykur söluna 🙂

Mér finnst mikilvægt að fara inní þetta með jákvæðu hugarfari. Ekki einblína á hagnaðinn. Hlutirnir sem þú kemur með eru að öðlast nýtt líf og draslið heima hjá þér minnkar þannig allir vinna 😀

Mín reynsla að leigja bás var mjög góð. Starfsfólkið þvílíkt indælt og hjálpar manni ef þess er þörf.
Ég mæli mikið með!

Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi.

Þér gæti einnig líkað við