Look fantastic beauty box

Ég skrifaði færslu hér um daginn um Babebox beauty áskriftarboxið sem ég skráði mig í. Ég tók þá fram að ég hafði skráð mig í tvenn beauty áskriftarbox og nú ætla ég að segja ykkur frá hinu boxinu.

Boxið er frá breskri snyrtivöru netverslun sem heitir LOOK FANTASTIC og boxið ber sama nafn. Þetta box er töluvert ódýrara en hitt og er þar af leiðandi með minna af full size vörum og meira af prufum. Ég er nú þegar búin að fá tvö box, nóvember og desember og varð ég alls ekki fyrir vonbrigðum með boxin og innihald þeirra. Ef ég á að segja alveg eins og er þá get ég ekki séð hvernig þetta box getur verið helmingi ódýrara en hitt. Með hverju boxi fylgir bæklingur sem þau kalla “Beauty box edit” þar sem fjallað er um vörurnar í boxinu ásamt fleiru skemmtilegu efni. Einnig fylgir alltaf með nýjasta tölublaðið af ELLE tímaritinu.

HÉR er hægt að gerast áskrifandi og skoða hvaða valmöguleikar eru í boði. Það er hægt að velja um áskrift í 1, 3, 6 eða 12 mánuði í einu og því lengra tímabil sem maður velur því ódýrara verður boxið.

  • 1 mánuður í áskrift = 15 pund á mánuði
  • 3 mánuðir í áskrift = 14,5 pund á mánuði
  • 6 mánuðir í áskrift = 13,75 pund á mánuði
  • 12 mánuðir í áskrift = 13 pund á mánuði

Það bætist enginn sendingakostnaður ofan á og sendingin tekur 2-3 vikur að koma til landsins. Ég á von á janúar boxinu til mín núna hvað úr hverju. Þegar ég sæki boxið á pósthúsið þarf ég svo að greiða í kringum 1.500 kr.

Ég valdi mér 12 mánaða áskrift og er það rétt rúmlega 2.000 kr á mánuði. Samtals með kostnaði þá er boxið að kosta mig um 3.500 kr í heildina. Mér finnst það alls ekki mikið miðað við innihald boxanna.

Mig langar að taka það fram að ég er ekki í neinu samstarfi og fæ engar prósentur til mín þó þið skráið ykkur í áskrift í gegnum minn link.

Takk fyrir að lesa

 

Þér gæti einnig líkað við