Við Óli héldum smá partý á laugardaginn. Það var ansi margt að halda uppá, MBA gráðuna hans Óla, 30 ára afmælið mitt, sumarið og já kannski það að allir eru komnir með nóg af Covid og vilja skemmta sér smá!
Við vorum með léttar veitingar í boði og nóg af áfengi. Það voru allir mjög peppaðir í smá skemmtun og áttum við frábært kvöld með nánustu vinum.
Við buðum uppá ostabakka með nokkrum tegundum af ostum, hráskinku, fíkjum og vínberum, kjúklingaspjót, tortillavefjur (uppskrift hér), jarðarber, muffins, nammibita (uppskrift hér) ásamt nammi og saltkringlum frá Costco sem eru mjög góðar!
Ég fékk þetta snilldar canopy tjald lánað hjá Rentapartý sem við settum á pallinn. Veðrið er ekki alveg búið að vera eins og maður vildi þannig að við vildum hafa skjól og reyna búa til kósý stemningu. Tjaldið gæti ekki verið auðveldara í uppsetningu en við vorum innan við 10 mínútur að henda því upp. Mæli hiklaust með fyrir garðinn og pallinn!
Júlía Hulda fór í fyrstu næturpössunina sína þetta kvöld og gekk það rosalega vel. Það var gott að fá smá „frí“ og skemmta sér en það var líka mjög gott að fá stelpurnar aftur heim daginn eftir ♥
xo
Guðrún Birna
Instagram–> gudrunbirnagisla